146. löggjafarþing — 55. fundur,  5. apr. 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[17:37]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Benedikt Jóhannesson) (V) (andsvar):

Frú forseti. Kannski virkar þetta í stuttu máli þannig að vaxtagjöld ársins 2017 verða hærri en við höfðum gert ráð fyrir, en vaxtagjöldin í framtíðinni verða lægri. Mér finnst í fljótu bragði að við ættum þá að hugsa um mismuninn á þessu tvennu þannig að við séum ekki að hesthúsa einhvern hagnað sem er í raun bara fyrirframgreiðsla ársins í ár. En þetta léttir okkur svo sannarlega róðurinn. Þess vegna eru þetta mjög góðar fréttir sem við fengum hér í dag. Ég er ánægður að heyra hvað þingmenn almennt fagna þessari niðurstöðu.