146. löggjafarþing — 55. fundur,  5. apr. 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[18:13]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Eins og komið hefur fram hefur hæstv. fjármálaráðherra lögmæt forföll eða hefur þurft að bregða sér af bæ. Þetta eru umsamdar umræður. Mér finnst að núna ætti hæstv. forseti að sýna þann sveigjanleika í verki að mæta óskum þingmanna um að fresta umræðunni. Annars ræða þingmenn bara fundarstjórn og fylla upp í tímann með þeirri umræðu. Það er kannski ekki góð áferð að þurfa þess. Það er bara svo eðlileg ósk að hæstv. fjármálaráðherra sýni öllum ræðumönnum í þessum umsömdu umræðum þá virðingu að vera á staðnum, að ekki sé gert upp á milli ræðumanna þar. Mér þætti mjög vænt um að frú forseti færi að bregðast við þessum óskum þingmanna sem mér finnst mjög sanngjarnar, og (Forseti hringir.) útlátalaust að verða við.