146. löggjafarþing — 57. fundur,  6. apr. 2017.

tilkynning.

[12:04]
Horfa

Forseti (Unnur Brá Konráðsdóttir):

Í dag er fram haldið fyrri umr. um fjármálaáætlun 2018–2022 með því að ráðherrar taka þátt í umræðunni. Rösklega ein klukkustund verður áætluð fyrir hvern ráðherra og umræður um málaflokk hans. Ráðherrar hafa fimm mínútur í fyrsta sinn og síðan tvær mínútur hverju sinni. Þingmenn hafa tvær í fyrra og seinna sinn. Andsvör verða ekki leyfð.

Við lok umræðunnar munu fjármála- og efnahagsráðherra og fulltrúar allra þingflokka fá tíu mínútur hver til að ljúka umræðunni.

Röð ráðherranna verður: Forsætisráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra, utanríkisráðherra, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, dómsmálaráðherra, félags- og jafnréttismálaráðherra, umhverfis- og auðlindaráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og heilbrigðisráðherra.