146. löggjafarþing — 57. fundur,  6. apr. 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[14:40]
Horfa

mennta- og menningarmálaráðherra (Kristján Þór Júlíusson) (S):

Virðulegi forseti. Fjármögnun á málefnum flóttamanna er öll undir málefnasviði 29, þ.e. á sviði velferðarráðuneytisins, félagsmálaráðuneytisins. Einu fjármunirnir til flóttamannaaðstoðar sem eru veittir á vegum utanríkisráðuneytisins eru nýttir til aðstoðar á vettvangi á erfiðleikasvæðum eins og t.d. Líbanon eða Sýrlandi. Fjármögnun við móttöku eða aðstoð flóttamanna á okkar grundu er ekki í utanríkisráðuneytinu heldur, eins og hv. þingmaður sagði, komin undir innanríkis- og velferðarráðuneytið.