146. löggjafarþing — 59. fundur,  25. apr. 2017.

tóbaksvarnir.

431. mál
[16:26]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Óttarr Proppé) (Bf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég átta mig ekki alveg á spurningunni. Við höfum lög um tóbaksvarnir sem hafa hingað til gilt um tóbak þar sem heimildir eru um að reka sérverslanir með tóbak. Það er í sjálfu sér engin breyting hér með því að þessi vara, þ.e. rafsígarettur og áfyllingarílát, falli undir lögin. Sérverslanir eru heimilar í nafni verslunarfrelsis á Íslandi og í beinu samhengi við EES-samninginn svo fremi sem íslenskum lögum og reglum er fylgt. Það er nú kannski meginhlutverk þessara laga er að setja reglur um neytendavernd, um tilkynningarskyldu, um öryggi varanna o.s.frv., merkingar. Að því skilyrði settu þá tel ég að við verðum á betri stað en við erum sennilega í dag.