146. löggjafarþing — 59. fundur,  25. apr. 2017.

um fundarstjórn.

[21:41]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (Vg):

Virðulegur forseti. Nú stendur til að ræða hér frumvarp um jafnlaunavottun, þetta skjal hér. Þar er þó aðeins hálf sagan sögð af því að með þessu skjali á að innleiða þetta skjal hér, íslenskan staðal nr. 85, um jafnlaunavottun, skjal sem við þingmenn höfum ekki í höndum væntanlega því að ég er með eina eintakið sem bókasafn þingsins á og ég ætla ekki að láta það af hendi.

Frú forseti. Ég beini því til skrifstofu þingsins að á því verði ráðin bót hér í birtingu á morgun og að við þingmenn megum vænta þess að fá eintak af íslenskum staðli nr. 85 í hendurnar við frekari umræðu þessa máls svo við getum tekið upplýsta afstöðu um það. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)