146. löggjafarþing — 62. fundur,  3. maí 2017.

svör við fyrirspurnum.

[15:04]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Ég vil taka undir þessa áskorun enda er ég með þó nokkrar fyrirspurnir sem er enn ósvarað. Þeim fyrirspurnum sem hefur verið svarað var svarað mjög seint, rúmum mánuði seinna, einum og hálfum mánuði seinna, næstum þremur mánuðum seinna eftir að fyrirspurnin kom. Ekki er búið að biðja um frest vegna einnar af þessum fyrirspurnum sem er frá 23. mars og er til virðulegs forseta. Hér eru aðrar fyrirspurnir frá því 20. mars., 21. febrúar, 6. apríl, 6. mars og 8. mars, þar sem ýmist er búið að biðja um frest eða ekki. Tíminn líður mjög hratt fyrir þessar fyrirspurnir. Það eru komnir vel á tveir mánuðir síðan þær voru lagðar fram og ekkert svar er ekki góð vinnubrögð.