146. löggjafarþing — 63. fundur,  4. maí 2017.

einkavæðingaráform ríkisstjórnarinnar.

[10:31]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Frú forseti. Enn einu sinni ætlar ríkisstjórnin að fara fram hjá þinginu með stórar ákvarðanir sem varða íslenskt samfélag án þess að kóngur eða prestur sé spurður. Nú á að gera Fjölbrautaskólann í Ármúla að hluta af Tækniskólanum og einkavæðingin lekur inn stjórnlaust án aðkomu þingsins. Ég er mest hissa á Bjartri framtíð og Viðreisn að una þessari ömurlegu stjórnsýslu. Mér finnst engu líkara en að þau hafi gert ummæli Loðvíks XV. að sínum einkunnarorðum: „Það lafir meðan ég lifi.“