146. löggjafarþing — 63. fundur,  4. maí 2017.

evrópskt eftirlitskerfi á fjármálamarkaði.

217. mál
[12:15]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Fyrir mér er þetta mjög einfalt. Við erum eiðsvarin að stjórnarskránni. Ef vafi leikur á því að frumvarp sem við samþykkjum hér brjóti stjórnarskrána samþykkjum við það ekki. Öllum er að sjálfsögðu frjálst að fylgja sannfæringu sinni um það og ég vona að fólk greiði ekki atkvæði sem brýtur á henni. Það væri líka stjórnarskrárbrot.

Ef það er vafi um að verið sé verið að brjóta stjórnarskrána í þingsal sé ég ekki hvernig við getum samþykkt frumvarpið.