146. löggjafarþing — 63. fundur,  4. maí 2017.

farþegaflutningar og farmflutningar.

128. mál
[12:24]
Horfa

Ásmundur Friðriksson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég tek undir það sem hér hefur komið fram, þakklæti til nefndarmanna fyrir góða niðurstöðu í nefndinni. Ég held að við séum að tryggja góðar almenningssamgöngur fyrir sveitarfélögin í landinu, tryggja heildstæð kerfi allt árið sem er afar mikilvægt. Ég tek líka undir það sem hv. þm. Sigurður Ingi Jóhannsson sagði, við þurfum að skoða málið sem tengist leigubílstjórum. Ég held að það sé mikilvægt að við gerum það á næstu misserum og þá held ég að við getum verið mjög sátt við þá niðurstöðu sem við höfum fengið í þessu máli.