146. löggjafarþing — 63. fundur,  4. maí 2017.

utanríkis- og alþjóðamál.

480. mál
[18:00]
Horfa

Rósa Björk Brynjólfsdóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra kærlega fyrir andsvar hans og ábendingar. Það er rétt hjá hæstv. ráðherra að þetta var jákvæð hvatning. Ég biðst forláts ef mér hefur yfirsést að minnst sé á málefni LGBT-fólks. Ég held að við getum gert mun betur í þeim málum. Þótt við minnumst á þau á alþjóðlegum vettvangi verðum líka að ganga fram fyrir skjöldu í verkum okkar, eins og hæstv. ráðherra minntist á, og þetta á líka við um jafnréttismálin. Orð eru til alls fyrst en verkin tala og menn eru mældir af verkum sínum, ekki orðum.