146. löggjafarþing — 64. fundur,  9. maí 2017.

meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum.

505. mál
[19:00]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka svarið. Það væri áhugavert að heyra hvernig hafi gengið með losun haftanna almennt séð, ekki bara gagnvart þessu. Þá getum við séð það, í þeirri heild sem losun hafta er, hvort áætlunin skili þeim markmiðum sem hafa verið sett með losun hafta, hvort raunin hafi orðið svipuð og við ætluðum okkur; hvort frávik séu á milli þeirra laga sem við erum að setja, ætlaðrar niðurstöðu af þeim breytingum, og svo þeim raunveruleika sem verður. Það er mjög gott að skoða svona eftir á til að hafa (Forseti hringir.) upplýsingar um hvort þetta væri eðlileg eftirfylgni og eðlilegt framhald í því tilviki.