146. löggjafarþing — 65. fundur,  15. maí 2017.

orð ráðherra í sérstakri umræðu.

[16:22]
Horfa

Álfheiður Ingadóttir (Vg):

Frú forseti. Hv. þm. Sigurður Ingi Jóhannsson lagði fram beiðni um þessa sérstöku umræðu daginn eftir að upplýst var að þessi samningur hefði verið gerður. Það er liðinn einn og hálfur mánuður síðan. Þann tíma hefur hæstv. ráðherra því miður notað til þess að drepa umræðunni og allri gagnrýni á þessa gjörð á dreif, ekki hér í þinginu heldur á fésbókarsíðu sinni og í viðtölum. Og svei mér þá, þessi vinnubrögð, þessi lítilsvirðing við þingið, og að koma svo hér og hreyta ónotum í málshefjanda sem hér er búinn að bíða í einn og hálfan mánuð eftir því að fá að eiga orðastað við ráðherrann, það er bara eitt sem kemur upp í hugann: Það er vestur í Bandaríkjunum: trumpisminn. Er það hann sem við ætlum að fara að innleiða hér?