146. löggjafarþing — 68. fundur,  22. maí 2017.

vextir og verðtrygging o.fl.

216. mál
[16:21]
Horfa

Smári McCarthy (P) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Þetta frumvarp hefur verið gagnrýnt fyrir margra hluta sakir. Það virðist geta aukið á ójöfnuð í samfélaginu. Auk þess liggur ekki enn þá fyrir nein greining á raunverulegum efnahagslegum áhrifum þess að þetta sé gert. Það er ljóst að við þurfum á einhverjum tímapunkti að opna á það sem er verið að tala um í frumvarpinu vegna EES-samningsins en búið er að fresta því hingað til í mörg ár. Það má alveg fresta því lengur eða þar til búið er að lagfæra þá mörgu ágalla sem eru. Við erum því á þeirri skoðun og munum sitja hjá við breytingartillögur, vera á móti málinu í heild, en eins og hv. þm. Katrín Jakobsdóttir sagði ætlum við að kalla það milli 2. og 3. umr. í nefndina.