146. löggjafarþing — 69. fundur,  23. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[16:51]
Horfa

Valgerður Gunnarsdóttir (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er reyndar svo að við höfum rætt það í umhverfis- og samgöngunefnd að mikilvægt sé að huga einmitt að uppbyggingu úti um landið þar sem við stöndum frammi fyrir því að ekki hefur verið sett fjármagn í vegauppbyggingu og aðra uppbyggingu samgöngumannvirkja undanfarin ár og teljum því mikilvægt að nýta þetta tækifæri. Þarna sjáum við fram á að ekki sé um þensluhvetjandi áhrif að ræða, hvort sem það lýtur að ofanflóðavörnum eða vegabótum til Borgarfjarðar eystri eða öðru sem brýn þörf er á í raun og veru.

Varðandi gjaldtökuna. Ég skal koma að henni í seinna andsvari.