146. löggjafarþing — 69. fundur,  23. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[18:48]
Horfa

Elsa Lára Arnardóttir (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vil byrja á að þakka hv. þingmanni andsvarið. Ég get tekið undir það að allt gagnsæi vantar í þetta ferli. Þarna er rekstrarkostnaði, stofnkostnaði og launakostnaði blandað saman og því mjög erfitt að sjá hver raunveruleg aukning til uppbyggingar er. Það er mín skoðun á þessari stundu að ef við ætlum að auka gagnsæi, átta okkur raunverulega á því hver staðan er, verði að sundurgreina þessa þætti og gera grein fyrir því.

Það er með ólíkindum að þegar beðið hefur verið um sundurgreinanleg gögn í nefndum Alþingis hafi þau ekki fengist. Það gæfi kannski skýrari mynd af stöðu mála og það er mjög gagnrýnisvert.