146. löggjafarþing — 69. fundur,  23. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[20:33]
Horfa

Logi Einarsson (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Hv. þingmaður er sem nefndarmaður í fjárlaganefnd eflaust töluvert betur að sér í einstökum tölum. Það er náttúrlega hálfóhuggulegt að heyra hann tala um þetta og staðfesta þetta. Þetta sýnir þá bara enn frekar hversu ómerkilegt það er að plata sig inn á þing og plata sig í ráðherrastól og sitja svo bara rólegur og horfa á tölvuna eins og maður sé ekki einu sinni að hlusta. Einhvern tímann hlýtur hæstv. fjármálaráðherra að koma hérna upp og útskýra hvað vakti fyrir honum og hvað vakir fyrir honum, vegna þess að ég trúi því ekki að skammtímaminni þjóðarinnar sé þannig að honum takist að leika þennan leik aftur. Kannski stillir hann því þannig upp, ég veit það ekki, en hann verður að útskýra þetta.