146. löggjafarþing — 70. fundur,  24. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[11:46]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (Vg) (andsvar):

Virðulegur forseti. Það er eins og flest viðmið í þessari áætlun hafi verið dregin upp úr hatti. Þau eru ýmist mjög smágerð og metnaðarlaus eða einhvern veginn óljós og torskilin. Það er greinilega allur gangur á því hvernig ráðuneytin nálgast þetta. Það er sjaldnast í samhengi við þá stefnumótun sem er á viðkomandi málefnasviði. Ég veit ekki einu sinni hvað við eigum að eyða miklu púðri í að ræða þessi viðmið. Þau eru nánast bara bull. Hvort sem það er að fjölga eigi ungmennum í tilteknum samtökum eða það að viðmið í löggæslu standast ekkert áætlun um löggæslu. Það er engin samræming, (Forseti hringir.) sem þó á að vera í þessari áætlun, við aðrar áætlanir. Þessi áætlun er enn bara drög að hugmynd að einhverju sem ætti mögulega bráðum að fara að losa úr ráðuneytum. Þetta er varla þingtækt.