146. löggjafarþing — 71. fundur,  24. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[16:19]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P) (andsvar):

Frú forseti. Einfalda svarið er: Jú. Það er fullt tilefni til þess, af þessum og svo mörgum öðrum ástæðum. Vissulega er að því er virðist aðhaldskrafa á öllum málefnasviðum, svo gott sem. Sem þýðir að áætlun þessarar ríkisstjórnar bætir ekki í innviðauppbyggingu eða nokkurs staðar svo vel fáist séð. Og vissulega eru það alger kosningasvik hjá mörgum ef ekki öllum þeirra flokka sem sitja í hæstv. ríkisstjórn, sem töluðu sumir um að þeir væru á réttri leið og nú væri kominn tími til að fjárfesta í innviðum þar sem svo vel hefði verið staðið að málum, að nú væri sko kominn tími til að vinna í þessum mikilvægu innviðum. Innviðir okkar eru margir hverjir orðnir mjög lúnir. Það er fullt tilefni til að setja heilmikið aukafjármagn í þá. En það stendur augljóslega ekki til og er það miður og í raun og veru til skammar. Það ætti að fella þessa fjármálaáætlun. Hún er skelfileg.