146. löggjafarþing — 71. fundur,  24. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[17:29]
Horfa

Ásta Guðrún Helgadóttir (P) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég verð að taka undir með öðrum hv. þingmönnum sem komið hafa hingað upp til að kvarta yfir viðveru stjórnarmeirihlutans í þessum sal. Á tímabili var t.d. þriggja manna þingflokkur Samfylkingarinnar fullskipaður hér inni og þá voru hér fleiri úr þingflokki Samfylkingarinnar en úr stjórnarmeirihlutanum. [Hlátur í þingsal.]

Það telst vera afrek. Á tímabili voru einu aðilarnir úr stjórnarmeirihlutanum hæstv. fjármálaráðherra, sem er búinn að sitja undir þessu öllu saman meira og minna, og virðulegur forseti, sem er ekki hér í embætti sínu sem stjórnarþingmaður heldur í embætti sínu sem virðulegur forseti.

Það gleður mig að heyra og sjá hláturinn úr hliðarsalnum, það eru þó einhverjir Sjálfstæðismenn mættir á svið og sömuleiðis einn (Forseti hringir.) hv. þingmaður úr Viðreisn. En, virðulegi forseti, látum þetta ekki gerast aftur.