146. löggjafarþing — 71. fundur,  24. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[17:30]
Horfa

Lilja Alfreðsdóttir (F) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Mig langar að lesa upp ljóð sem er mjög viðeigandi og birtist á facebook-síðu hjá fjármála- og efnahagsráðherra nú í vikunni. Það er svohljóðandi, með leyfi forseta:

Og ég er aldrei, aleinn.

Ég er aldrei aleinn.

Ég er aldrei aleinn.

Því það fylgir mér úlfur hvert sem ég fer.

Og skepnan er slóttug og gefur mér gætur.

Og endrum og eins leggst gæf mér við fætur.

Og ef ég vil sýna hvar hefur valdið

ég fæ það til baka og tífalt er gjaldið.

Og ég er aldrei, aleinn.

Nei, ég geng aldrei aleinn.

Ég er aldrei aleinn.

Því það fylgir mér úlfur hvert sem ég fer.

Þetta er eftir Sváfni Sigurðarson. — En ég spyr: Hver er aleinn?