146. löggjafarþing — 71. fundur,  24. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[23:24]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka svarið. Ég er sammála því að unnin hefur verið góð vinna í fagnefndum þingsins sem og auðvitað líka í hv. fjárlaganefnd. Ég held að sú vinna sé í rauninni til fyrirmyndar og þinginu til sóma og við höfum náð að vinna ótrúlega gott verk þrátt fyrir að tíminn hafi verið knappur. Mín upplifun er sú að þingmenn hafi almennt lagst á eitt til þess að ná fram upplýsingum. En einmitt af því að formið gerir ráð fyrir að ramminn verði samþykktur, er þá ekki hætta á því að verði þetta plagg samþykkt svona, þá komi upp einhvers konar samkeppni um það hvert eigi að toga peningana innan rammans þegar kemur að fjárlögunum? Í rauninni vitum við ofboðslega lítið um það núna hvert sú vinna getur leitt okkur. Þannig (Forseti hringir.) stöndum við kannski á ákveðnum byrjunarreit aftur í umræðunni þegar kemur að fjárlagaumræðunni þó svo eigi að taka hana kannski dýpra hér.