146. löggjafarþing — 73. fundur,  29. maí 2017.

rannsókn kjörbréfs.

[10:31]
Horfa

Forseti (Unnur Brá Konráðsdóttir):

Borist hefur bréf frá hv. 3. þm. Norðaust., Steingrími J. Sigfússyni, um að hann geti ekki sinnt þingstörfum á næstunni. Því er óskað eftir að í dag taki Óli Halldórsson sæti á þingi, en hann er 3. varamaður á lista Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs í kjördæminu. 1. og 2. varamaður á lista í kjördæminu hafa boðað forföll.

Að ósk forseta hefur landskjörstjórn komið saman og gefið út kjörbréf handa Óla Halldórssyni. Jafnframt hefur stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fundað til að fjalla um kjörbréfið.