146. löggjafarþing — 76. fundur,  31. maí 2017.

stefna og framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks 2017--2021.

434. mál
[14:12]
Horfa

Halldóra Mogensen (P) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Mig langar til að þakka nefndinni fyrir góða vinnu í þessu máli og sérstaklega hvað varðar þá breytingu sem lögð var fram í nefndaráliti meiri hlutans um að skoðað verði hvaða áhrif fjárveitingar til félags-, heilbrigðis- og menntamála hafa á líf fatlaðs fólks. Og að leggja áherslu á mikilvægi þess að fjármagn fylgi með þeim verkefnum sem á að fara í.