146. löggjafarþing — 77. fundur,  31. maí 2017.

um fundarstjórn.

[20:16]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P):

Frú forseti. Ástæðan fyrir því að ég var á gula takkanum í þessu máli er sú að ég hafði ekki hugmynd um að það ætti að kalla aftur ákveðna breytingartillögu. Það er hún sem breytir málinu. Hvernig er þetta, forseti, ef forseti getur upplýst það? Hver sem er getur náttúrlega kallað aftur breytingartillöguna sína hvenær sem er. Það er ákveðin þingfundaleikfimi að leggja fram breytingartillögur um mál sem líta ágætlega út, svo eru þær kallaðar aftur. Hvenær kom fram að það ætti að kalla aftur þessa breytingartillögu? Fylgdist ég kannski ekki nógu vel með? Var það ljóst? Er það almennt í þingsköpum að þá skuli upplýsa um það?

Ég er kannski úti á túni. Mér sýnist aðrir vera betur upplýstir en ég í þessum sal hvað þetta varðar. [Hlátur í þingsal.] Þetta kom mér á óvart. (Gripið fram í.) Það er greinilega hægt að nota þetta í ákveðnum tilgangi, en ég fæ þetta upplýst einhvern tímann á eftir hjá öllu þessu brosmilda fólki hérna.