147. löggjafarþing — 7. fundur,  26. sept. 2017.

útlendingar.

113. mál
[23:52]
Horfa

Frsm. meiri hluta allsh.- og menntmn. (Nichole Leigh Mosty) (Bf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Enn og aftur þakka ég hv. þm. Eygló Harðardóttur fyrir að deila svipaðri hugsjón og ég. Ég hef rætt í samtölum í tengslum við þessi mál ábyrgð samfélagsins sem heildar hvað varðar flóttamenn og hælisleitendur eða þá sem leita eftir alþjóðlegri vernd. Þegar ég var á Grikklandi í sumar voru þar félagasamtök, ég var þar á vegum SOS-barnaþorpa sem eru frjáls félagasamtök, NGO. Þau voru að mestu leyti í því að sinna þessum málefnum, en þó í samstarfi við ríkið sem ber ábyrgðina þegar upp er staðið.

Ef ég mætti bara nefna England var þar unnið út frá „Dubs proclamation“. Lagt var til að sveitarfélögin skilgreindu hvað þau mættu og gætu gert til þess að taka á móti fleiri fylgdarlausum börnum. Angela Merkel krafðist þess á þingi að öll sveitarfélög, eða eins mörg og gætu, myndu taka sitt hlutfall af fylgdarlausum börnum. Í framhaldi af þessu sé ég enga ástæðu til annars en að við hugsum um hvernig við dreifum ábyrgð til þess að valdefla og tengja flóttafólk við landið ef það fær vernd hérna, og leyfa því að kynnast fleiru en Reykjavíkurborg og húsnæðisskortinum sem hér er.