147. löggjafarþing — 7. fundur,  27. sept. 2017.

útlendingar.

113. mál
[00:01]
Horfa

Frsm. minni hluta allsh.- og menntmn. (Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Til þess er vísað að lögreglan og ríkislögreglustjóri voru gestir á fundi nefndarinnar.

Ég tel að þetta sýni enn fremur að það sé mikilvægt að undirbúa vel og ígrunda vel þær breytingar sem við ætlum að gera á útlendingalöggjöfinni. Ég er ekki á móti því eins og kemur fram í þessu áliti minni hlutans að við þurfum að gera breytingar og skoða löggjöfina okkar, en við hljótum að þurfa að skoða hvað sé efnislega að henni ef þingmenn telja að stjórnsýslan fari ekki eftir vilja löggjafans.