147. löggjafarþing — 7. fundur,  27. sept. 2017.

útlendingar.

113. mál
[00:11]
Horfa

Frsm. minni hluta allsh.- og menntmn. (Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég get tekið undir með hv. þingmanni að við eigum að hugsa svona löggjöf til framtíðar. Það eigum við ávallt að gera þegar við setjum löggjöf, að hugsa um heildina en ekki einstök mál sem upp koma og við erum ósátt við í stjórnsýslunni.