148. löggjafarþing — 3. fundur,  15. des. 2017.

fjárlög 2018.

1. mál
[19:47]
Horfa

umhverfis- og auðlindaráðherra (Guðmundur Ingi Guðbrandsson) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir spurninguna. Ég er kannski ekki alveg með þetta 100% á hreinu sem þú ert að spyrja um, en ef ég skil þetta rétt þá hefur vissulega átt sér stað sala á þessum heimildum, sem þýðir að við eigum í rauninni inni peninga fyrir þær. Það liggur fyrir núna samningaferli sem stýrt er af fjármálaráðuneytinu fyrir Íslands hönd við Evrópusambandið um að ná þessum fjármunum inn. Þessi upphæð sem þú nefnir passar nokkurn veginn við það sem mér hefur verið tjáð í ráðuneytinu að eigi að koma vonandi inn á næsta ári til Íslands.