148. löggjafarþing — 4. fundur,  16. des. 2017.

dómstólar o.fl.

8. mál
[13:43]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Eðli málsins samkvæmt hef ég óskað eftir því að utanríkisráðherra verði jafnframt hér í salnum undir þessum lið þar sem hann hefur verið settur ráðherra hvað varðar skipun dómara í héraðsdóm. Óska ég eftir að hann verði beðinn um að koma í salinn. Ég var búin að óska eftir því.

(Forseti (ÞorS): Forseti getur upplýst að hæstv. ráðherra hefur verið gert orð og hann kemur hér að vörmu spori.)

Er þá ekki rétt að þingmaðurinn taki hlé á máli sínu?

(Forseti (ÞorS): Óskar þingmaður þess að gera hlé á máli sínu þangað til ráðherra kemur í salinn?)

Já, takk.

(Forseti (ÞorS): Það er fúslega veitt.)