148. löggjafarþing — 8. fundur,  22. des. 2017.

fjárlög 2018.

1. mál
[21:06]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég vil þakka hæstv. samgönguráðherra fyrir svörin. Það var gott að hann skyldi koma inn á viðhaldið. Viðhald hefur verið skorið við nögl síðan 2009, held ég að sé óhætt að segja. Þetta er atriði sem einhverjir lýstu sem tifandi tímasprengju í samgöngukerfi okkar. Það er mikilvægt að horfa til þess um leið og horft er til þess að styðja hressilega við nýframkvæmdahluta samgöngumálanna. En að öðru leyti hlakka ég til samstarfs við samgönguráðherra á vorþinginu varðandi fjögurra og tólf ára samgönguáætlun sem okkur mun vonandi takast vel til með.