148. löggjafarþing — 9. fundur,  22. des. 2017.

fjárlög 2018.

1. mál
[22:32]
Horfa

Ólafur Ísleifsson (Flf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Stóru vonbrigðin í þessu fjárlagafrumvarpi eru þau að hinn mikli efnahagslegi uppgangur, hagsældin sem einkennt hefur efnahagslífið hér undanfarin misseri og ár, skuli ekki notaður, og þetta mikla tækifæri notað sem nú gefst, til að rétta svo um munar hag þeirra sem höllustum fæti standa í íslensku samfélagi. Sömuleiðis að þetta tækifæri sé ekki notað til að styrkja svo um munar ýmsa innviði í samfélagi okkar, þar á meðal á sviði heilbrigðismála.

Við munum að sjálfsögðu styðja ívilnandi tillögur stjórnarmeirihlutans um aukin framlög til þessara þátta þótt naumt sé skammtað.