148. löggjafarþing — 14. fundur,  22. jan. 2018.

staðan í stjórnmálunum í byrjun árs og verkefnin framundan.

[15:22]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Það er gott að skipa starfshópa en vandinn blasir við okkur. Við vorum á fundi í morgun, #metoo. Þar var einmitt talað um það, hvað ef við höfum reglur, höfum lög, höfum ákveðnar siðareglur eða hvað sem er en ekki er farið eftir þeim? Hvað á þá að gera? Um þetta var spurt í morgun. Svarið var í raun skýrt: Þá verður sá sem ábyrgðina ber, vinnuveitandi, formaður í félagasamtökum, forsætisráðherra eða annar, að stíga inn og segja: Hér hefur orðið algert trúnaðarrof, hér skortir traust, hér hefur verið farið yfir ákveðin mörk, hér ríkir ekki traust, það verður að bregðast við. Það er ekki bara hægt að setja vandann, sem blasir við í íslensku dómskerfi, í íslensku réttarfari, í nefnd siðfræðinga og annarra mætra einstaklinga. Það verður einhvern veginn (Forseti hringir.) að sýna almenningi að lög beri að virða.