148. löggjafarþing — 14. fundur,  22. jan. 2018.

staðan í stjórnmálunum í byrjun árs og verkefnin framundan.

[16:09]
Horfa

Logi Einarsson (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Talaði hv. þingmaður ekki um þrepaskiptingu skattkerfisins? (Gripið fram í.) Já. (Gripið fram í.) Ertu að boða það, (Forseti hringir.) hv. þingmaður? Talaði hv. þingmaður um auðlegðarskattinn? Er kannski umræða um það við hæstv. fjármálaráðherra núna?

Hv. þingmaður sagði áðan að okkar tillögur hefðu bara fengið 29% atkvæða og að þess vegna hefðu þær ekki orðið að veruleika. Sem sagt, hún gerði málamiðlun og hún verður að lifa með henni en ekki vera hissa á því, hv. þingmaður, að við sem höfnuðum því að vera í þessari ríkisstjórn, m.a. vegna þess að við töldum okkur ekki geta náð ásættanlegri niðurstöðu við Sjálfstæðisflokkinn, tölum eftir kosningar eins og við töluðum fyrir kosningar. Það væri furðulegi hluturinn ef við ættum að hverfa frá okkar málflutningi af því að við treystum okkur ekki til að gera þá málamiðlun sem hv. þingmaður gerði. Og víst talaði hv. þingmaður öðruvísi fyrir kosningar en (Forseti hringir.) en hún gerir nú.