148. löggjafarþing — 14. fundur,  22. jan. 2018.

staðan í stjórnmálunum í byrjun árs og verkefnin framundan.

[17:55]
Horfa

Jón Steindór Valdimarsson (V) (andsvar):

Herra forseti. Í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar er talsvert lagt upp úr samráði og samtali. Það er vel. Ég hjó eftir því í máli hæstv. ráðherra að hann nefndi að hann vildi búa þannig um hnútana að ungt fólk veldi Ísland. Ég held að hann hafi sagt það nokkurn veginn orðrétt. Hann sagði líka í ræðu sinni að við gætum náð árangri með þverpólitísku samstarfi. Þetta er allt saman vel. Mig langaði því til að vekja athygli hæstv. ráðherra á ályktun sem Samtök ungra bænda sendu frá sér í dag, og ég veit ekki hvort hæstv. ráðherra hefur séð, þar sem þeir gagnrýna mjög þá ráðstöfun núverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að skipa upp á nýtt í endurskoðunarnefnd búvörusamninga og þar með draga úr samráði og (Forseti hringir.) kippa út röddum unga fólksins. Er þetta við hæfi?