148. löggjafarþing — 15. fundur,  23. jan. 2018.

um fundarstjórn.

[14:08]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Herra forseti. Ég biðst afsökunar á því að vera ekki betur að mér í fundarsköpum en það að biðja um dagskrárlið. Mér til málsbóta hef ég um 34 ár á við hæstv. forseta til að læra þetta. Ég veit að herra forseti er ekki nein staðreyndavakt hér en vegna þess að hann setti tvisvar ofan í við mig fyrir hálfum mánuði fyrir að hafa fullyrt að ráðherra segði ósatt vil ég benda honum á að dómsmálaráðherra bar upp á þingflokk Pírata að hafa greitt atkvæði um fjóra dómara og ellefu þegar staðreyndin er sú að þetta var borið upp í einni tillögu, ef ég man rétt. Það er ágætt að vekja athygli á því.