148. löggjafarþing — 16. fundur,  24. jan. 2018.

fæðingar- og foreldraorlof.

98. mál
[16:19]
Horfa

Olga Margrét Cilia (P) (andsvar):

Forseti. Ég fagna því að hér sé lögð fram tillaga um að lengja fæðingarorlofið. Ég hefði frekar viljað sjá lagt til að það hefði verið lengt frekar. Ef við ætlum að brúa bilið milli fæðingarorlofs og þess tíma sem foreldrar geta sett barn sitt á leikskóla þyrfti það í rauninni að vera eitt og hálft til tvö ár. Eins og staðan er núna er gríðarlega erfitt að koma börnum inn á leikskóla. Þetta er náttúrlega bara óskhyggja en ég vildi koma því að.