148. löggjafarþing — 16. fundur,  24. jan. 2018.

fæðingar- og foreldraorlof.

98. mál
[16:21]
Horfa

Olga Margrét Cilia (P) (andsvar):

Forseti. Já, það er gott að við erum sammála um það. En þá vil ég einnig benda á að ef við gerum þetta til að hugsa um hag barna þá veit ég ekki hversu gott það er fyrir börnin að koma þeim í dagvistun strax við eins árs aldur. Ég myndi vilja sjá einhvers konar frumkvæði frá hæstv. ráðherra um að við getum sæst á að vera samfélag sem vill að börn fái í raun og veru að njóta samvista við foreldra sína eins lengi og þau þurfa.