148. löggjafarþing — 17. fundur,  25. jan. 2018.

málefni LÍN.

[10:47]
Horfa

Guðmundur Andri Thorsson (Sf):

Ég þakka svörin og vil líka leggja áherslu á nauðsyn þess að fullt samráð verði haft við námsmenn. Ég vil minna hæstv. ráðherra og þingheim á að Lánasjóður íslenskra námsmanna var hugsaður og er hugsaður til að efla jöfnuð og félagslegan stöðugleika í landinu. Honum var ætlað að vera nokkurs konar jöfnunarsjóður milli þeirra sem koma frá efnuðum heimilum og svo hinna sem hafa ekki sterkan fjárhagslegan bakhjarl og hann gegnir ákaflega mikilsverðu hlutverki í okkar þjóðlífi sem slíkur. Eins og ástatt er um þennan sjóð rækir hann ekki þetta hlutverk sitt.