148. löggjafarþing — 20. fundur,  1. feb. 2018.

réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.

35. mál
[17:37]
Horfa

Flm. (Jón Steindór Valdimarsson) (V) (andsvar):

Herra forseti. Ég ætla nú samt að svara þó að ekki sé ætlast til svars. Nei, ég held að þetta sé alveg hárrétt athugað hjá hv. þingmanni. Ég les greinargerð BSRB þannig að þeir séu að fjalla um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, séu að benda á ýmis ákvæði. Þeir eru að fara yfir þetta. Þetta er ítarleg greinargerð sem að mínu mati er ágæt. En ég held að athugasemd þeirra lúti nákvæmlega að þessu og að tekið hafi verið tillit til þess í greinargerðinni. Það eru opinber störf hjá ríkinu sem þetta frumvarp tekur til. Ég held þeir hafi bara viljað vekja athygli á því sem hagsmunasamtök starfsmanna bæði ríkis og sveitarfélaga að fleiri störf væru opinber. Ég leyfi mér að túlka það þannig.