148. löggjafarþing — 25. fundur,  19. feb. 2018.

Frestun á skriflegum svörum.

[15:02]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Borist hefur bréf frá fjármála- og efnahagsráðherra þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 175, um afgreiðslu umsókna um skattfrjálsa úttekt séreignarsparnaðar, frá Birni Leví Gunnarssyni.

Borist hafa tvö bréf frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skrifleg svör við fyrirspurnum á þskj. 170, um rannsóknir á súrnun sjávar, frá Rósu Björk Brynjólfsdóttur, og á þskj. 193, um hávaðamengun í hafi, frá Smára McCarthy og Birni Leví Gunnarssyni.

Þá hefur borist bréf frá umhverfis- og auðlindaráðherra þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 169, um aðgerðir gegn súrnun sjávar, frá Rósu Björk Brynjólfsdóttur.

Borist hefur bréf frá heilbrigðisráðherra þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 191, um aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu, frá Olgu Margréti Cilia.

Loks hafa borist tvö bréf frá ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skrifleg svör við fyrirspurn á þskj. 57, um ívilnunarsamninga, frá Óla Birni Kárasyni, og á þskj. 192, um aðgerðaáætlun um orkuskipti, frá Olgu Margréti Cilia.