148. löggjafarþing — 26. fundur,  20. feb. 2018.

mál frá ríkisstjórninni.

[14:16]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Herra forseti. Ég vil taka undir með málshefjanda þessa liðar um gagnrýni á verkleysi ríkisstjórnarinnar. Það vantaði ekki stóru orðin frá þingmönnum Vinstri grænna og Framsóknar síðastliðið haust. Eftir kosningar kom svo hæstv. heilbrigðisráðherra og talaði um að þau væru mætt til leiks til þess að bjarga heilbrigðiskerfinu, bjarga menntakerfinu, bjarga innviðum og samgöngum í landinu. Það gerðu þau svo sannarlega ekki með fjárlögum. En þau gætu kannski reynt að lauma inn einhverjum málum sem leysa það.

Fyrst ég er kominn hingað upp langar mig líka að lýsa eftir nýjum vinnubrögðum, lýsa eftir samstarfi og samráði við stjórnarandstöðu. Það hefur ekkert bólað á neinu af því það sem af er þessu kjörtímabili. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)