148. löggjafarþing — 26. fundur,  20. feb. 2018.

helgidagafriður.

134. mál
[17:27]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M) (andsvar):

Ég þakka …

(Forseti (BHar): Ég ætla að biðja þingmanninn að bíða eftir kynningu áður en hann stígur í pontu, gerðu svo vel.)

Takk fyrir, frú forseti. Ég hef sagt það og endurtek aftur að ég er alveg tilbúinn að skoða þessa hluti. Þar á meðal annan í páskum sem dæmi. Það er alveg óhætt að skoða það. Það eru fyrst og fremst þessir stóru hátíðisdagar kristinna manna sem eru páskar og föstudagurinn langi, svo ég nefni þá og eru í kaþólskum sið eins og kom fram áðan.

Hvað varðar bann við ýmsum þáttum sem eru nefndir þarna, jú, það er alveg hægt að skoða það. Það er enginn að neita því hér að það sé hægt að fara yfir þessa hluti. (JÞÓ: … tilbúinn að fjarlægja …?) Ég er tilbúinn að skoða þetta, já, já. (Gripið fram í.) Hvað segirðu? (JÞÓ: Ertu ekki til í að fjarlægja þetta?) Ég er ekki tilbúinn að fjarlægja ákvæðið alveg eins og það er. En ég er tilbúinn til að fara yfir það, að sjálfsögðu, og með hagsmunaaðilum o.s.frv. Það er búið að rýmka þessa löggjöf. Við verðum að átta okkur á því. Það er búið að koma til móts við verslun og þjónustu í landinu sem dæmi. Það var skipuð nefnd sem fór yfir þessi mál og það er búið að breyta lögunum. En nú er lagt til að þau falli algerlega á brott og ég er andvígur því.