148. löggjafarþing — 27. fundur,  21. feb. 2018.

mál frá ríkisstjórninni.

[17:53]
Horfa

Smári McCarthy (P):

Herra forseti. Mér sýnist sem ríkisstjórnin sé farin að stunda þvagfærasýkingarstjórnmál þar sem málin koma fram eitt í einu í hægum sársaukafullum dropum í staðinn fyrir að fá heilbrigða bunu, eins og eðlilegt væri að við myndum gera.

Það er líka mjög merkilegt sérstaklega í ljósi orða hæstv. dómsmálaráðherra í gær um að það ætti að sjálfsögðu að taka fyrir færri mál og setja færri lög, þegar hæstv. menntamálaráðherra er sú sem gengið hefur hvað lengst í því að fækka málum. Samtals hafa núll mál verið lögð fram af hennar hálfu þrátt fyrir stór orð ríkisstjórnarinnar um aukna áherslu á menntamál.

Ég sé ekki hvernig það á að ganga upp. En það er ljóst að það er þörf á því að spýta aðeins í lófana af hálfu ríkisstjórnarinnar.

Ég ætla að vekja athygli á þingmáli sem útbýtt var í dag, 222. máli, sem myndi á margan hátt fara langt með að (Forseti hringir.) laga þá stíflu sem er hjá ríkisstjórninni. Ég hefði glaður (Forseti hringir.) mælt fyrir því í dag, enda var nægur tími til þess.