148. löggjafarþing — 28. fundur,  22. feb. 2018.

Frestun á skriflegum svörum.

[10:32]
Horfa

Forseti (Þorsteinn Sæmundsson):

Borist hafa tvö bréf frá utanríkisráðherra þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skrifleg svör við fyrirspurn á þskj. 235, um áætlanir um fjarleiðsögu um gervihnött, frá Smára McCarthy, og á þskj. 237, um innflutning á hráum og ógerilsneyddum matvælum, frá Bjarna Jónssyni.

Einnig hefur borist bréf frá dómsmálaráðherra þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 247, um innheimtu sekta vegna umferðarlagabrota, frá Birgi Þórarinssyni.