148. löggjafarþing — 38. fundur,  8. mars 2018.

réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.

249. mál
[16:59]
Horfa

Bergþór Ólason (M):

Virðulegur forseti. Þetta er gott mál, þetta er sanngjarnt mál, þetta er heilbrigðismál og þetta er frelsismál. Ég tel rétt að Alþingi samþykki frumvarpið með þeirri athugasemd að ég tel að til bóta væri að hækka aldursviðmiðið. Fleira hef ég ekki um málið að segja.