148. löggjafarþing — 40. fundur,  19. mars 2018.

áherslur í heilbrigðismálum.

[15:24]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Svandís Svavarsdóttir) (Vg):

Virðulegi forseti. Ég vil nú bara deila þeirri sýn með þingheimi að þess verði langt að bíða að ég stígi úr stóli heilbrigðisráðherra og ég fái að vera þar enn um hríð.

Hins vegar er það svo að það leiðarljós sem ég hef í mínu ráðuneyti er ekki leiðarljós sem er niðurstaða funda einstakra flokka, hvorki samstarfsflokkanna né annarra. Leiðarljósið sem ég hef er í raun og veru samstarfsyfirlýsing flokkanna. Það er það sem ég held á og treysti til framtíðar að sé samstaða um. Það verður áskorun að ná sameiginlegum tóni í þinginu um sameiginlega heilbrigðisstefnu. Og það verður alveg örugglega við flóknari ágjöf að eiga en einstakar landsfundarályktanir Sjálfstæðisflokksins.