148. löggjafarþing — 41. fundur,  20. mars 2018.

lögheimili og aðsetur.

345. mál
[14:35]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svarið þó að ég sé honum ekki að öllu leyti sammála. Mig langar að beina seinni spurningu minni að málefnum eldra fólks, þ.e. skráningu lögheimila á hjúkrunarheimili. Þar er um að ræða undanþáguheimild. Ég geri ráð fyrir að hæstv. ráðherra sé kunnugt um frumvarp frá undirrituðum og 20 öðrum þingmönnum um heimild sambúðarmaka eða maka til að búa hjá hinum veika einstaklingi inni á hjúkrunarheimili, sem hefur reyndar verið tekið mjög vel í hér á þinginu. Þar er gert ráð fyrir að lögheimili yrði ekki skráð á hjúkrunarheimilinu, þ.e. lögheimili sambúðarmakans, heldur hefði hann lögheimili annars staðar. Ég spyr hvort ráðherra hafi einhverja skoðun á þessu.