148. löggjafarþing — 41. fundur,  20. mars 2018.

lögheimili og aðsetur.

345. mál
[15:56]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (Vg) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég held að það sé mikið til í því sem þingmaðurinn segir. Ef nákvæm skráning lögheimilis er ástæða þess að við þurfum tvöfalda skráningu lögheimilis, ef nákvæm skráning veldur því að við þurfum að búa til enn flóknara kerfi til að ná utan um vandamál sem er til staðar, ef við getum náð utan um þennan vanda með því að einfalda kerfið, held ég að við ættum tvímælalaust að skoða það. Ef lausnin á vandanum sem á að leysa með því að börn geti verið skráð með tvöfalt lögheimili myndi nást í gegnum það að fólk væri einfaldlega skráð til sveitarfélags er það eitthvað sem ég reikna með að nefndin líti til. Ég hvet hana bara til að vera í sambandi við okkur í allsherjar- og menntamálanefnd ef við getum eitthvað verið þeim innan handar með það.