148. löggjafarþing — 41. fundur,  20. mars 2018.

breyting á ýmsum lögum á sviði samgöngu-, fjarskipta-, sveitarstjórnar- og byggðamála.

389. mál
[16:24]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra svarið. Eins og sést af jafnvel bara mjög stuttri yfirferð yfir frumvarpið þá fjallar þetta ekki um einstaka framkvæmdir.

Ef ég skil hæstv. ráðherra rétt, á kannski aðeins meira slangri, þá dregur þetta úr veseni við að koma hlutum í verk sem kannski eru ákveðin á öðrum stöðum, þetta dregur úr líkum á einhverju ósamræmi og því að það sem í daglegu máli er kallað vesen tefji þær framkvæmdir sem annars eru ágætar. Ég spyr hæstv. ráðherra hvort það sé réttur skilningur hjá mér.